Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Keppast við að yfirbjóða í takmarkaðan fjölda íbúða

Mynd: Freyr Arnarson / RÚV
Íbúðir sem auglýstar eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei selst eins hratt. Tilvonandi fasteignakaupendur sem litu við á opið hús á dögunum segja farir sínar ekki sléttar af húsnæðisleitinni.

Meðalkaupverð 10 milljónum hærra

Framboð íbúða er af skornum skammti og því oft bitist um íbúðir á sölu. Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu í mars á þessu ári, var tíu milljónum hærra en á sama tíma í fyrra.

Starfshópur forsætisráðherra leggur til að á næstu tíu árum verði byggðar 35 þúsund íbúðir til þess að mæta eftirspurn. En eins og staðan er nú er mikill skortur á íbúðum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og margir vongóðir kaupendur hafa leitað lengi að nýju heimili.

Fréttastofa ræddi við þrjá einstaklinga sem allir voru að reyna að kaupa sér sína fyrstu fasteign. Hægt er að horfa á viðtölin í spilaranum hér að ofan.