Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Pútín eini Rússinn sem Zelensky vill ræða við

epa09968495 Ukrainian President Volodymyr Zelensky is displayed on a large-scale screen via videolink during the opening plenary session hosted by WEF Founder and Executive Chairman, Klaus Schwab (L) during the 51st annual meeting of the World Economic Forum (WEF) in Davos, Switzerland, 23 May 2022. The forum has been postponed due to the COVID-19 pandemic and was rescheduled to early summer. The meeting brings together entrepreneurs, scientists, corporate and political leaders in Davos under the topic 'History at a Turning Point: Government Policies and Business Strategies' from 22 to 26 May 2022.  EPA-EFE/LAURENT GILLIERON
 Mynd: EPA
Í dag eru þrír mánuðir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Pútín vera eina Rússann sem hann hafi nokkurn áhuga á að hitta og þá eingöngu til viðræðna um frið. Fyrrverandi Úkraínuforseti er eftirlýstur fyrir landráð.

Zelensky segir Rússlandsforseta öllu ráða heimafyrir og því sé tilgangslaust að ræða við nokkurn annan um að binda enda á innrásina í Úkraínu.

„Ef ég ræði ekki persónulega við hann verður engin ákvörðun þess efnis tekin,“ sagði Zelensky í gær þegar hann ávarpaði fundargesti Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos, um fjarfundabúnað.

Hann kvaðst ekki mundu þiggja boð um fundi með nokkrum öðrum fulltrúa Rússlands og að hann vildi ekki ræða annað en endalok stríðsins við Pútín. Zelensky sagði enga aðra ástæðu vera til að eiga orðaskipti við Rússlandsforseta.

Fyrrverandi forseti eftirlýstur fyrir landráð

Úkraínustjórn hefur gefið út heimild til handtöku Viktors Fedóróvitsj Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta landsins, sem sakaður er um landráð.

Ásakanirnar tengjast samningi sem gerður var á valdatíð hans um að framlengja leyfi Svarthafsflota Rússlands til aðseturs á Krímskaga til ársins 2042.

Janúkóvitsj flúði land til Rússlands árið 2014 í kjölfar fjöldamótmæla, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússneskumælandi íbúar þar tóku brotthvarfi Janúkóvitsj illa og Pútín sagði að hann hefði verið hrakinn úr embætti með ólögmætum hætti.

Harðir bardagar geisa í Donbas

Zelensky segir í nýjasta ávarpinu til landa sinna að frá upphafi innrásarinnar hafi rússneskar hersveitir gert meira en þrjú þúsund loftárásir á landið og á annað þúsund eldflaugaárásir.

Pavlo Kyrylenko, æðsti maður herafla Úkraínu í Donbas, segir að þar geisi harðir bardagar. Síðasta hálfa sólarhringinn hafi einn almennur borgari fallið og fjölmargir særst.

Kyrylensko segir ennfremur að Rússar hafi látið sprengjum rigna yfir nokkrar borgir í héraðinu. Zelensky segir að ástandið innanlands sé nú hvergi verra en í Donbas. 

Sergiy Gaidai, héraðsstjóri, hvatti íbúa til að leita sér skjóls fremur en að flýja á brott. Svo þungar væru sprengjuárásir Rússa að ómögulegt væri að skipulegga brottför almennings.