
Trump sagður hafa íhugað að hætta við framboð sitt
Conway stýrði kosningabaráttu Trumps árið 2016. Hún segist hafa fengið hann ofan af því að hætta því það myndi tryggja Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, sigurinn.
„Þú þolir ekki að tapa, en ég veit líka að þú ert ekkert til í að hætta,“ kveðst Conway hafa sagt við Trump. Hún kveðst sömuleiðis hafa ávítað frambjóðandann fyrir orðfærðið sem hún sagði bæði viðurstyggilegt og verulega ámælisvert.
Á upptökunni mátti heyra Trump lýsa því hvernig frægir menn á borð við hann sjálfan kæmust upp með nánast hvað sem er gagnvart konum.
Fjöldi frammámanna í Repúblikanaflokknum krafðist þess í kjölfar birtingar ummælanna að Trump drægi sig í hlé en hann sagði á opinberum vettvangi að það kæmi aldrei til greina, væri hreinlega útilokað.
Bók Conway, sem heitir Here’s the Deal, kemur út á morgun, þriðjudag. The Daily Beast komst yfir eintak af bókinni en mjög hefur verið reynt að halda innihaldi hennar leyndu.