Borgarstjórnarhópur Framsóknarflokksins hittist á fundi á morgun og ræðir hvort rétt sé að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn.
Fundi Framsóknarflokksins með félagsmönnum lauk nú á tíunda tímanum. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, segir að fundurinn hafi verið líflegur en að skiptar skoðanir hafi verið á því hvernig flokkurinn eigi að vinna úr þessari þröngu stöðu.
B og D í Múlaþingi og Suðurnesjabæ
Af öðrum meirihlutaviðræðum er það að frétta að fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta.
Samkomulag þess efnis verður undirritað á morgun, að því er segir í fréttatilkynningu í kvöld. Þá var samkomulag sömu tveggja flokka um meirihluta í Suðurnesjabæ handsalað í kvöld.