Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Manchester City Englandsmeistari

epa09966642 Rodri of Manchester City celebrates after scoring the 2-2 equalizer during the English Premier League soccer match between Manchester City and Aston Villa in Manchester, Britain, 22 May 2022.  EPA-EFE/ANDREW YATES EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Manchester City Englandsmeistari

22.05.2022 - 16:58
Lærisveinar Pep Guardiola vörðu Englandsmeistaratitilinn sinn eftir 3-2 sigur gegn Aston Villa. Ilkay Gündoğan reyndist hetja City manna en hann skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum. Liverpool unnu Wolves 3-1 á sama tíma á Anfield.

Manchester City er Englandsmeistari í áttunda skipti. Unnu þeir titilinn einnig í fyrra og hafa því unnið fjóra af síðustu fimm titlum. 

City menn tóku á móti Aston Villa á pökkuðum Etihad vellinum í dag. Lærisveinar Pep Guardiola þjörmuðu að vörn Villa til að byrjað með en hlutirnir breyttust snarlega rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hægri bakvörðurinn Matty Cash skallaði boltann inn fram hjá Ederson í marki City.

Staðan í hálfleik var þannig að bæði lið voru með 90 stig en City voru í meistarastöðu byggt á markatölunni einni. Fyrrum leikmenn Liverpool spiluðu stórt hlutverk í leiknum en Phillipe Coutinho tvöfaldaði forskot Villa á 69. mínútu. Steven Gerrard gerði heiðarlega tilraun til að tryggja nafn sitt enn frekar í sögubækur Liverpool en allt kom fyrir ekki.

Innkoma Ilkay Gündoğan sneri leiknum á haus en hann skoraði tvö mörk með skömmu millibil er City sneri stöðunni úr 0-2 í 3-2 á einungis fimm mínútum. Rodri skoraði hitt markið með skoti fyrir utan teig.

Liverpool vann Wolves 3-1 - dugði ekki til

Það sló þögn á Anfield í byrjun leiks er Ibrahima Konate gerðist sekur um varnarmistök á þriðju mínútu leiksins þar sem hann missti boltann yfir sig eftir útspark. Raul Jimenez komst þá upp hægra megin og lagði hann fyrir markið á Portúgalann Pedro Neto sem sló þögn á Anfield með marki sínu. 

Senegalinn spræki Sadio Mane jafnaði síðar metin í 1-1 á 23. mínútu leiksins eftir töfrastoðsendingu Thiago.  Mark Sadio Mané í byrjun síðari hálfleiks var dæmt af vegna rangstöðu. Mohamed Salah kom af bekknum og breytti stöðunni í 2-1 áður en Andy Robertson breytti stöðunni í 3-1. Það skipti þó ekki máli þar sem City kláraði sinn leik.

Úrslit annars staðar - Íslendingalið Burnley fallið og Tottenham í Meistaradeildina

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru fallnir niður um deild eftir 1-2 tap gegn Newcastle. Þeir spila því í Championship deildinni á næst ári.

Þá er ljóst að Manchester United mun spila í Evrópudeildinni á næsta ári þrátt fyrir 1-0 tap gegn Crystal Palace þar sem West Ham tapaði 3-1 á útivelli gegn Brighton og spila því West Ham menn í Sambandsdeildinni (European Conference League)

Tottenham menn tryggðu sér Meistaradeildarsæti með 0-5 sigri á kanarífuglunum frá Norwich sem voru fyrir leikinn í neðsta sæti og fallnir. Það var því til lítils að Arsenal menn unnu góðan 5-1 heimasigur á Everton mönnum sem höfðu nú þegar bjargað sér frá falli.

Newcastle komst 0-1 yfir gegn Burnley eftir að dæmd var vítaspyrna á Nathan Collins sem Callum Wilson skoraði örugglega úr. Wilson bætti við öðru marki sínu áður en Maxwel Cornet minnkaði muninn. Tap staðreynd og fall úr efstu deild.

Það var dramatík hinumegin í fallbaráttunni er mark Joe Gelhardt var dæmt af gegn Brentford á útivelli. Brasílískt brellumeistarinn Raphinha skoraði þá úr vítaspyrnu sem hann nældi sér sjálfur í á 56. mínútu. Brentford jafnaði metin í 1-1 áður en Jack Harrison gulltryggði veru Leeds í deild þeirra bestu.

Salah og Son deila markakóngstitlinum

Son Heung-Min og Mohamed Salah verða að gera sér að góðu að deila markakóngstitlinum þar sem þeir skoruðu báðir 23 mörk í 35 leikjum.

Son setti tvö mörk gegn Norwich á Carrow Road í 0-5 sigri Tottenham manna. Salah kom af bekknum í dag og gerði sitt besta til að tryggja Liverpool mönnum titilinn en allt kom fyrir ekki þar sem Villa náði ekki að halda út gegn City.

 

Harry Kane vann gullskóinn á síðasta tímabili með 23 mörk í 35 leikjum.  

Salah vann síðast gullskóinn fyrir þremur tímabílum síðan en 2018-19 endaði hann jafn Sadio Mané og Pierre-Emerick Aubameyang með 22 mörk. Árið áður átti hann undra tímabil er hann setti markamet í deildinni með 32 mörk í 38 leikjum. 

Cristiano Ronaldo framherji Manchester United hlýtur bronsskóinn með 18 mörk í 34 leikjum.

 

Cristiano Ronaldo endaði með bronsskóinn með 18 mörk í 31 leik.