Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Talið er að mjótt geti orðið á munum í Ástralíu

epa09954558 The sails of the Sydney Opera House are lit in orange in recognition of New South Wales State Emergency Service (NSW SES) volunteers in Sydney, Australia, 18 May 2022. NSW Premier Dominic Perrottet said the special Wear Orange Wednesday (WOW) event at the opera house shows the state’s gratitude to SES volunteers who have helped during the recent storm and flood events.  EPA-EFE/DEAN LEWINS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Kosningar til sambandsþings Ástralíu standa nú yfir og hafa milljónir landsmanna flykkst á kjörstaði. Slagurinn stendur milli formanns Frjálslyndra Scotts Morrison forsætisráðherra og Anthony Albanese, formanns verkamannaflokksins. Talið er að mjótt geti orðið á munum.

Kjörtímabil þingmanna á sambandsþingi Ástralíu er þrjú ár. Yfir 17 milljónir eru á kjörskrá og þeirra hlutverk er að kjósa þingmenn til fulltrúadeildar og öldungadeildar þingsins.

Yfir sjö milljónir höfðu þegar greitt atkvæði utan kjörfundar eða með póstatkvæði, samkvæmt upplýsingum ástralskra kjörstjórna. Áströlum er skylt að mæta á kjörstað og geta átt yfir höfði sér tuttugu dala sekt láti þeir það hjá líða.

Víða var kveikt upp í grillum við kjörstaði og kjósendum boðið upp á pylsur. Tvær kannananir gerðar skömmu fyrir kjördag sýna nokkuð meira fylgi við Verkamannaflokkinn en þá flokka sem skipa núverandi ríkisstjórn.

Albanese sjálfur kveðst búast við að mjótt verði á munum. Kjörstöðum á austurströnd Ástralíu verður lokað núna klukkan átta að íslenskum tíma en tveimur tímum síðar á vesturströndinni.