
Smitrakning vegna apabólu í Osló
Norska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að maðurinn hafði sjúkdómseinkenni meðan hann dvaldi í Osló dagana 6. til 10. maí en var greindur með apabólu eftir að hann sneri heim.
Lýðheilsustofnun Noregs vinnur með heilbrigðisyfirvöldum í borginni við að greiningu á hverjir kunni að hafa verið útsettir fyrir smiti svo hægt verði að láta viðkomandi vita.
Starfandi sóttvarnarlæknir í Osló, Miert Skjoldborg Lindboe, segir í samtali við TV2 að vitað sé hvar maðurinn dvaldist og að fáeinir óbeinir snertifletir hafi fundist.
Lýðheilsustofnunin er einnig í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í heimalandi mannsins. Í fréttatilkynningu Prebens Aavitsland yfirlæknis stofnunarinnar segir að heilbrigðisþjónustan þurfi að búa sig undir að tilfelli apabólu greinist í Noregi.