Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Smitrakning vegna apabólu í Osló

21.05.2022 - 22:50
epa04527672 A general view of the Norwegian Parliament in Oslo, Norway, 13 December 2014. Norwegian media state that several false base stations have been detected near the Norwegian Parliament in central Oslo, which can be used for monitoring movements of top politicians and can intercept calls and data from mobile phones.  EPA/TERJE BENDIKSBY NORWAY OUT
 Mynd: EPA - NTB SCANPIX
Smitrakning vegna apabólusmits stendur nú yfir í Osló, höfuðborg Noregs. Staðfest er að erlendur maður sem heimsótti borgina fyrr í maí er smitaður af veirunni.

Norska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að maðurinn hafði sjúkdómseinkenni meðan hann dvaldi í Osló dagana 6. til 10. maí en var greindur með apabólu eftir að hann sneri heim.

Lýðheilsustofnun Noregs vinnur með heilbrigðisyfirvöldum í borginni við að greiningu á hverjir kunni að hafa verið útsettir fyrir smiti svo hægt verði að láta viðkomandi vita.

Starfandi sóttvarnarlæknir í Osló, Miert Skjoldborg Lindboe, segir í samtali við TV2 að vitað sé hvar maðurinn dvaldist og að fáeinir óbeinir snertifletir hafi fundist.

Lýðheilsustofnunin er einnig í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í heimalandi mannsins. Í fréttatilkynningu Prebens Aavitsland yfirlæknis stofnunarinnar segir að heilbrigðisþjónustan þurfi að búa sig undir að tilfelli apabólu greinist í Noregi.