Mynd: Wikimedia

Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.
80 tilfelli apabólu staðfest í 12 löndum
21.05.2022 - 14:12
Yfir 80 tilfelli af apabólu hafa verið staðfest í að minnsta kosti 12 löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að verið sé að rannsaka 50 önnur tilvik, þar sem grunur leikur á að um apabólu sé að ræða.
Sýkingar hafa verið staðfestar í níu Evrópulöndum, auk Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu. Apabóla er algengust í afskekktum hlutum Mið- og Vestur- Afríku.
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, Hans Kluge, kveðst óttast aukna útbreiðslu nú í upphafi sumars þegar mannfagnaðir, hátíðir og veisluhöld eru í algleymingi. Hann segir útbreiðsluna á vesturlöndum ekki óvenjulega.
- Sjá einnig: Varar við útbreiðslu apabólu í Evrópu
Helstu einkenni apabólu eru útbrot í andliti sem síðan dreifa sér um allan líkamann, hiti, vöðvaverkir og kuldaköst. Hún er sjaldan banvæn og fólk nær sér innan tveggja til fjögurra vikna.