Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Rússar lýsa yfir algerum sigri í Mariupol

epa09956655 A picture taken during a visit to Mariupol organized by the Russian military shows a Russian serviceman standing next to a statue of a grandmother in Leninsky Komsomol Square in downtown of Mariupol, Ukraine, 18 May 2022. The statue was erected in early May and it relates to a video that started circulating in April showing an elderly woman in a village on the outskirts of Kharkiv waving the Soviet flag to Ukrainian troops, mistaken them for Russian soldiers. On 24 February, Russian troops invaded Ukrainian territory starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Úkraínustjórn skipaði í dag þeim hermönnum að leggja niður vopn sem enn hafast við í Azov-stálverksmiðjunni. Rússar lýstu því yfir að aðgerðum til að ná Mariupol væri lokið. Borgin væri á þeirra valdi.

Rússneskir embættismenn segja að seinasti 531 hermaðurinn hafi gefist upp í dag. Alls hafi því 2.439 lagt niður vopn síðustu daga. Hermennirnir hafa varið verksmiðjuna mánuðum saman og þannig komið í veg fyrir alger yfirráð Rússa yfir Mariupol.

Borgin er rústir einar og aðgerðir Rússar þar hafa kveikt ásakanir um stríðsglæpi. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í dag að hermennirnir fengju meðferð í takti við alþjóðalög.

Úkraínsk stjórnvöld hyggjast rétta yfir rússneskum hermönnum sem eru í haldi þeirra og búist er við dómsúrskurði yfir Vadim Shishimarin á mánudag. Hann hefur játað morð á almennum borgara skömmu eftir að innrásin hófst. Lögfræðingur hans sagði hann ekki sekan um morð af yfirlögðu ráði.

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir að hermönnunum í Azov-stálverksmiðjunni hafi verið heimilað að yfirgefa hana, til þess að bjarga lífi sínu.

Matur og drykkjarvatn voru orðin af skornum skammti en fyrr í maí tókst að koma öllum þeim almennu borgurum á brott sem dvöldu neðanjarðar ásamt hermönnunum.