Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Tilkynningum um fljúgandi furðuhluti fjölgar

epa09952847 Deputy Director of Naval Intelligence Scott Bray plays a video of an 'unidentified aerial phenomena', commonly referred to as UFOs, during a hearing before a subcommittee of the House Intelligence Committee on the phenomena in the US Capitol in Washington, DC, USA, 17 May 2022. It is the first public hearing on UFOs on Capitol Hill since the 1960s.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tilkynningum hefur fjölgað um óþekkta fljúgandi hluti á undanförnum tuttugu árum. Þetta kemur fram í máli háttsetts embættismanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins frammi fyrir þingnefnd. Hann segir fátt benda til að farartækin séu frá fjarlægum hnöttum.

Scott Bray, aðstoðarforstjóri njósnadeildar bandaríska sjóhersins, segir að frá því snemma á öldinni megi greina aukna flugumferð innan æfingasvæða flughersins, jafnt sem annars staðar í lofthelginni.

Hann þakkaði fjölgun tilkynninga breyttu og jákvæðara viðhorf almennings  ásamt aukinni tæknivæðingu. Hins vegar segir hann varnarmálaráðuneytið einskis hafa orðið vart sem benti til að farartækin séu ekki smíðuð af jarðarbúum.

Á hinn bóginn segir hann að ráðuneytið vilji ekki heldur útiloka slíkt. Í skýrslu sem bandarískar leyniþjónustur birtu í júní á síðasta ári kemur fram að engar sannanir séu fyrir að farartækin séu frá fjarlægum hnöttum. 

Hins vegar hafi flugmenn séð ýmislegt sem ekki hafi fengist skýring á hvað geti verið. Eitthvað af því gæti átt sér náttúrulegar orsakir, annað gæti verið háþróuð tilraunaloftför erlendra ríkja á borð við Kína eða Rússland.

Einkum finnst her og leyniþjónustu brýnt að kanna hvort ógn standi af hinum óþekktu loftförum og þingmaðuirnn Andre Carson sem stýrir þingnefndinni tók undir það.