Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Líkfundur við Eiðsgranda

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RUV
Lík fannst við Eiðsgranda í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að lík hafi fundist og segir að rannsókn lögreglu sé hafin, en ekki sé hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.

Fjölmennt lögreglulið er á vettvangi en líkið fannst í fjörunni við Eiðsgranda. Margeir segir að málið fari í hefðbundið ferli hjá lögreglu og nánari upplýsingar verði veittar síðar í dag. 

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RUV
Bæði sérsveitin og tæknideild lögreglu voru að störfum á vettvangi í dag.

Uppfært kl. 15:47: Lögregla sendi frá sér tilkynningu á fjórða tímanum. Þar segir að lík hafi fundist í fjörunni norðan Eiðsgranda í Reykjavík. Rannsókn málsins sé á frumstigi og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV