
Rússar hrökklast frá Karkív og einbeita sér að Donbas
Úkraínuher hefur sótt fram í Karkív-héraði að undanförnu og rekið undanhald rússneska hersins frá héraðshöfuðborginni Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Er rússneski herinn sagður á leið til Donbas-héraðanna í austurhluta landsins nánast eins og hann leggur sig og Úkraínuher búinn að endurheimta Karkív-hérað nokkurn veginn alveg að landamærum Rússlands.
Sókn Rússa í Donbas gengur hægt
Stjórnvöld og her Úkraínu búa sig undir enn þyngri sókn að úkraínskum yfirráðasvæðum í Donbas á næstu dögum og vikum. Úkraínumenn og vestrænar leyniþjónustustofnanir segja þá sókn hvorki hafa gengið né rekið langa hríð og búa sig undir langvinnt umsátursástand.
Flugskeytum og eldsprengjum var varpað á Azov-stálverksmiðjurnar í Mariupol í gær og nótt, þar sem nokkur hundruð manns halda enn til við illan kost.