Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Rússar hrökklast frá Karkív og einbeita sér að Donbas

16.05.2022 - 05:44
epa09945617 A part of damaged Russian tank the village of Mala Rohan, near Kharkiv, Ukraine, 13 May 2022. The Ministry of Defense of Ukraine announced on 10 May that Ukrainian troops had recaptured Kharkiv and villages north and northeast of the city from Russian forces and pushed them back to the border. The city of Kharkiv, Ukraine's second-largest, has witnessed repeated airstrikes from Russian forces. On 24 February, Russian troops invaded Ukrainian territory starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/SERGEY KOZLOV
Leifar af eyðilögðum, rússneskum skriðreka í þorpinu Mala Rohan, skammt frá Karkívborg í samnefndu héraði í Norður-Úkraínu Mynd: EPA-EFE - EPA
Rekstraraðili gasdreifikerfisins í Úkraínu tilkynnti í gær að byrjað sé að dæla gasi á ný til yfir 3.000 viðskiptavina í gegnum dreifistöðvar í Karkív-héraði, sem skrúfað var fyrir þegar Rússar voru þar með her sinn. 54 gasdreifstöðvar í sjö héruðum Úkraínu eru enn óstarfhæfar vegna stríðsátakanna, segir í tilkynningu gasfélagsins.

Úkraínuher hefur sótt fram í Karkív-héraði að undanförnu og rekið undanhald rússneska hersins frá héraðshöfuðborginni Karkív, næst stærstu borg Úkraínu. Er rússneski herinn sagður á leið til Donbas-héraðanna í austurhluta landsins nánast eins og hann leggur sig og Úkraínuher búinn að endurheimta Karkív-hérað nokkurn veginn alveg að landamærum Rússlands.

Sókn Rússa í Donbas gengur hægt

Stjórnvöld og her Úkraínu búa sig undir enn þyngri sókn að úkraínskum yfirráðasvæðum í Donbas á næstu dögum og vikum. Úkraínumenn og vestrænar leyniþjónustustofnanir segja þá sókn hvorki hafa gengið né rekið langa hríð og búa sig undir langvinnt umsátursástand.

Flugskeytum og eldsprengjum var varpað á Azov-stálverksmiðjurnar í Mariupol í gær og nótt, þar sem nokkur hundruð manns halda enn til við illan kost. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV