Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ráðist á fallegt álftapar í Fellum á Héraði

16.05.2022 - 11:59
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Guttormsson - Facebook
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Guttormsson - Facebook
Ljótur verknaður var framinn á Héraði í morgun þegar ráðist var á fallegt álftapar á svokölluðu Fremravatni við bæinn Kross í Fellum. Karlfuglinn lá skotinn í vegkantinum og kvenfuglinn einn á tjörninni. Parið átti egg í hreiðri í sefinu við veginn. Þessar álftir hafa komið á tjörnina á hverju ári og glatt margan vegfarandann. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi og biður hún þá sem kunna að vita hver var að verki að hafa samband.

Einar Guttormsson, bóndi á Krossi, segir lögreglumann hafa komið á vettvang og talið líklegt að 22 kalibera riffill hefi verið notaður við drápið. Einar vill ekki fullyrða að um saknæman verknað hafi veri að ræða en þetta sé sorglegt enda hafi parið komið á tjörnina ár eftir ár. 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV