Ljótur verknaður var framinn á Héraði í morgun þegar ráðist var á fallegt álftapar á svokölluðu Fremravatni við bæinn Kross í Fellum. Karlfuglinn lá skotinn í vegkantinum og kvenfuglinn einn á tjörninni. Parið átti egg í hreiðri í sefinu við veginn. Þessar álftir hafa komið á tjörnina á hverju ári og glatt margan vegfarandann. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi og biður hún þá sem kunna að vita hver var að verki að hafa samband.