Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Meirihlutamyndanir farnar af stað

16.05.2022 - 18:38
Oddviti Framsóknar og Samfylkingarinnar ræddu í dag hugsanlegt samstarf í borginni. Samfylking, Píratar og Viðreisn ætla saman að reyna að mynda meirihluta. Oddviti Framsóknar telur að taki langan tíma að mynda meirihluta.

Í kvöld liggur fyrir við hverja Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ ætlar að hefja meirihlutaviðræður eftir stórsigur í kosningunum. Framsókn í Hafnarfirði byrjar á að ræða við Sjálfstæðisflokk og skriður virðist kominn á meirihlutaviðræður á Akureyri.

Svíar ákváðu í dag formlega að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu og vonast eftir að umsóknin verði afgreidd hratt. Forseti Tyrklands segist ekki ætla að samþykkja umsókn Svía og Finna að bandalaginu.

Þrettán manns voru skotin til bana á þremur stöðum í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn sem myrti tíu í Buffalo ætlaði sér að ráðast á fleiri skotmörk. 

Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var í dag leyst frá eldflaug tveggja listakvenna sem hún hefur verið í síðustu tvo mánuði. Bæjarstjórinn tók á móti styttunni sem virðist óskemmd að öðru leyti en því að festingarnar eru ónýtar. 

Kvöldfréttir hefjast á slaginu sjö.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV