Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Yfir 20 dáin úr bráðsmitandi „hitasótt“

epa09943587 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA) shows North Korean Supreme Leader Kim Jong-un visiting the State Emergency Epidemic Prevention Command in Pyongyang, North Korea, 12 May 2022 (issued 13 May 2022). On 12 May 2022, the North Korean state media agency (KCNA) announced an outbreak of COVID-19 in the country. A nation-wide lockdown was instituted in response and On 13 May, the first COVID-19 related deaths were reported.  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA-EFE - KCNA
Yfirvöld í Norður Kóreu greina frá því að 21 hafi látist úr „hitasótt“ þar í landi síðasta sólarhring. Tveir dagar eru síðan stjórnvöld greindu frá fyrstu, staðfestu tilfellum COVID-19 í landinu og tilkynntu harðar sóttvarnaaðgerðir, útgöngubann og lokanir. Fyrsta dauðsfallið af völdum farsóttarinnar var staðfest í gær.

Á föstudag var greint frá því að tæplega 188.000 manns hefðu greinst með einkenni bráðsmitandi „hitasóttar“ og að sex úr þeirra hópi hefðu látist. Einn úr þeim hópi, sagði í tilkynningu yfirvalda, hafði greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar sem veldur COVID-19.

Þessi 188.000 voru skikkuð í algjört útgöngubann og í dag bættust nær 175.000 manns í þeirra hóp, eftir að þau greindust með „hitasótt,“ eins og það var orðað í frétt norður-kóresku ríkisfréttastöðvarinnar. Þar kom líka fram að 21 til viðbótar hefði látist, en ekki var tekið fram hversu mörg úr þeim hópi, ef einhver, dóu úr COVID-19.