Verðbólga í Rússlandi í hæstu hæðum

14.05.2022 - 08:04
epa09916505 The Russian National flag flies atop the Bank of Russia (Central Bank of Russian Federation) headquarters in Moscow, Russia, 29 April 2022. The Bank of Russia announced in 29 April 2022 to "cut the key rate by by 300 basis points to 14.00 percent per annum."  According to the Bank of Russia's forecast, annual inflation will reach between 18.0 and 23.0 percent in 2022, slowing down to between 5.0 and 7.0 per cent in 2023.  EPA-EFE/YURI KOCHETKOV
 Mynd: AP
Verðbólga hefur farið hækkandi á Vesturlöndum að undanförnu og er víða hærri en hún hefur verið í Áratugi. Er þetta ekki síst rakið til Úkraínustríðsins. Í Rússlandi er það sama uppi á teningnum. Þar fór verðbólgan í síðasta mánuði upp í 17,83 prósent á ársgrundvelli, segir í frétt AFP, og hefur ekki verið meiri síðan í janúar 2002.

 

Mánaðarverðbólgan lækkaði þó á milli mánaða. Hún var 1,56 prósent í apríl en 7,61 prósent í mars og hefur ekki verið hærri síðan 1991. Helstu ástæður verðbólgunnar eru sagðar víðtækar refsiaðgerðir Vesturlanda og veiking rúblunnar og minnkandi vöruframboð af völdum þeirra aðgerða.