Verðbólga hefur farið hækkandi á Vesturlöndum að undanförnu og er víða hærri en hún hefur verið í Áratugi. Er þetta ekki síst rakið til Úkraínustríðsins. Í Rússlandi er það sama uppi á teningnum. Þar fór verðbólgan í síðasta mánuði upp í 17,83 prósent á ársgrundvelli, segir í frétt AFP, og hefur ekki verið meiri síðan í janúar 2002.