Rússar hætta raforkusölu til Finnlands

14.05.2022 - 03:14
Mynd með færslu
Helsinki Mynd: Pixabay
Rússneska orkufyrirtækið RAO Nordic hættir að selja rafmagn til Finnlands í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins, samkvæmt frétt Reuters. RAO Nordic er dótturfyrirtæki rússneska ríkisorkufyrirtækisins Inter RAO. Ástæðan sem gefin er upp er sú, að fyrirtækinu hafi ekki borist umsamdar greiðslur fyrir raforkuna.

Haft er eftir talsmanni finnska dreifingaraðilans Fingrid að þetta ógni í engu orkuöryggi Finnlands. Fingrid er í meirihlutaeigu finnska ríkisins og rekur rafmagnsdreifikerfið í landinu. Í frétt DR segir að Finnar sæki um tíunda hluta allrar orku sem notuð er í landinu til Rússlands.