Rússneska orkufyrirtækið RAO Nordic hættir að selja rafmagn til Finnlands í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins, samkvæmt frétt Reuters. RAO Nordic er dótturfyrirtæki rússneska ríkisorkufyrirtækisins Inter RAO. Ástæðan sem gefin er upp er sú, að fyrirtækinu hafi ekki borist umsamdar greiðslur fyrir raforkuna.