Í Múlaþingi er líka kosið til fjögurra heimastjórna: á Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði eystra og á Fljótsdalshéraði. Þátttaka í þeirri kosningu er nokkuð verri en í kosningu til sveitastjórnar. Klukkan 11 höfðu 6,9% kosið til sveitastjórnar en aðeins 4,3% til heimastjórnar.