Lakari þátttaka í kosningu til heimastjórna í Múlaþingi

14.05.2022 - 12:14
Innlent · Austurland · Múlaþing · X22
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Í Múlaþingi er líka kosið til fjögurra heimastjórna: á Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði eystra og á Fljótsdalshéraði. Þátttaka í þeirri kosningu er nokkuð verri en í kosningu til sveitastjórnar. Klukkan 11 höfðu 6,9% kosið til sveitastjórnar en aðeins 4,3% til heimastjórnar.

Þar eru allir íbúar í framboði en nokkrir hafa gefið kost á sér. Hægt að sjá nöfn þeirra og heimilisföng á vefsíðu Múlaþings. 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV