
Handtekinn eftir árekstur á Miklubraut
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í dag.
Maður á tónleikum í hverfi 105 féll yfir handrið á stúku á tónleikastaðnum og féll fjóra metra niður á flísalagt gólf. Við komu sjúkrabíls, um áttaleytið í gærkvöldi, var maðurinn meðvitundarlítill og var hann fluttur á Bráðadeild en ekki er vitað um áverka mannsins.
Tilkynnt var um líkamsárás og ránstilraun rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Tveir menn réðust á einn í hverfi 104 og reyndu að fá hann til að millifæra á þá peninga. Árásarþoli leitaði á bráðadeild.
Þá varð maður fyrir líkamsárás í Kópavogi í gærkvöldi þegar þrír menn réðust á hann með höggum og spörkum. Hlaut maðurinn áverka á andliti og víðar, en hann sagðist þekkja þá sem réðust á hann.
Maður kýldi öryggisvörð ítrekað í andlitið á tónleikum í hverfi 104, en verið var að vísa manninum úr húsi þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn flúði og komst undan í leigubíl.
Nokkuð var um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig hafði lögreglan afskipti af nokkrum einstaklingum í annarlegu ástandi.