
Biden ræddi við Andersson og Niinistö
Biden ræddi við Andersson og Niinistö
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við hvorutveggja Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Sauli Niinisto Finnlandsforseta í síma í gær. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að Biden hafi lýst eindregnum stuðningi við opingáttarstefnu Atlantshafsbandalagsins og rétt Norðurlandaþjóðanna tveggja til að ákvarða „eigin framtíð, utanríkisstefnu og öryggismál.“
Árangurslaust símtal Austin og Shoigu
Varnarmálaráðherrar stórveldanna, þeir Lloyd Austin og Sergei Shoigu, ræddust líka við í síma í gær. Þetta fyrsta samtal þeirra frá stríðsbyrjun skilaði þó litlum sem engum árangri, að sögn Johns Kirby, talsmanns bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
Austin kallaði eftir tafarlausu vopnahléi, að sögn Kirby. „Símtalið leysti engin ákveðin og bráð vandamál og leiddi heldur ekki til neinna breytinga á því sem Rússar eru að gera eða segja,“ sagði Kirby á fréttafundi.