Gríðarlegt álag varð á streymiþjóna RÚV rétt fyrir klukkan tíu í kvöld þegar kosningavaka RÚV hófst og útsendingin frá lokakeppni Eurovisin var færð yfir á RÚV 2. Það gerði fólki erfitt fyrir að ná sambandi við útsendingu RÚV í gegnum net og spilara. Þegar var brugðist við og komu kerfin inn hvert á fætur öðru. Allt var komið í samt lag rétt fyrir ellefu í kvöld