Aldrei meira álag á netþjóna RÚV

14.05.2022 - 22:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Gríðarlegt álag varð á streymiþjóna RÚV rétt fyrir klukkan tíu í kvöld þegar kosningavaka RÚV hófst og útsendingin frá lokakeppni Eurovisin var færð yfir á RÚV 2. Það gerði fólki erfitt fyrir að ná sambandi við útsendingu RÚV í gegnum net og spilara. Þegar var brugðist við og komu kerfin inn hvert á fætur öðru. Allt var komið í samt lag rétt fyrir ellefu í kvöld

Álagið á kerfi RÚV hefur aldrei verið meira en í kvöld. Tugþúsundir fyrirspurna bárust á sama tíma og hamlaði getu kerfisins til að svara beiðnum.

Uppfært klukkan 22:56

Útsendingin er komin í lag. Öpp í síma eru mörg farin að svara, en einhver hluti kerfisins liggur enn niðri. Enn er unnið hörðum höndum að því að laga streymið.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV