
277.127 á kjörskrá í 64 sveitarfélögum
Tæplega 24.000 eru á kjörskrá í 15 sveitarfélögum á Suðurlandi og litlu færri, rúmlega 23.400, í 11 sveitarfélögum á Norðurlandi eystra. Tæplega 21.000 eru á kjörskrá í fjórum sveitarfélögum Suðurnesja og tæp 12.500 á Vesturlandi, þar sem sveitarfélögin eru 9.
Nær 8.000 hafa kosningarétt í fjórum sveitarfélögum Austurlands. Rúmlega 5.500 eru á kjörskrá á Norðurlandi vestra, þar sem sveitarfélög eru nú fimm talsins, og 5.259 eru á kjörskrá hinna níu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Á vef Þjóðskrár má nálgast frekara talnaefni varðandi kosningarnar.
Kjörstaðir opnir frá 9 - 22.00
Sjálfkjörið er í tveimur sveitarfélögum, Tjörneshreppi og Sveitarfélaginu Skagaströnd, þar sem aðeins einn listi er í framboði á hvorum stað. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu fyrir hádegi og verða flestir opnir til klukkan 22 í kvöld. Þó er kjörstjórnum heimilt að opna kjörstaði síðar og loka þeim fyrr ef aðstæður leyfa. Gildandi kjörskrá miðast við lögheimili fólks 6. apríl á þessu ári. Á vef Þjóðskrár getur fólk gengið úr skugga um hvar það á að kjósa, sé það í einhverjum vafa þar um.