Systur koma fram í seinni hluta Eurovision. Sérfræðingar hafa lengi haldið því fram að það skipti máli upp á árangurinn hvenær þú kemur fram.
Því seinna, því betra er mat þeirra sem fylgjast grannt með keppninni en það hefur þó verið hrakið á opinberri vefsíðu keppninnar. Frá árinu 2013 hefur meirihluti sigurvegara verið í fyrri hlutanum. Árin þar á undan voru sigurlögin hins vegar oftast í seinni hlutanum.
Fréttastofa rakst engu að síður á bloggsíðu Eurovision-aðdáanda sem hafði lagt það á sig að reiknað út hvenær væri best að flytja lagið. Án þess að leggja mat á vísindalega niðurstöðu var það mat hans að vænlegast til árangurs væri að vera 18. á svið. Eins og Ísland á laugardagskvöld.
Ef marka má veðbanka gætu Systur endað á kunnuglegum slóðum, verið í kringum 16.sætið. Sem fyrr er Úkraínumönnum spáð sigri, Bretum er einnig spáð góðu gengi sem og Svíþjóð, Ítalíu og Spáni.
Rétt er að geta þess að ef úrslitin eru ekki ráðin í Eurovision fyrir klukkan 21:50 á laugardag flyst útsendingin yfir á RÚV2 vegna sveitarstjórnarkosninganna.