Margir kjósendur enn óákveðnir í dag

13.05.2022 - 20:14
Kjósendur eru ekki allir búnir að ákveða hvað þeir krossa við á kjörseðlinum á morgun, að minnsta kosti ekki þeir sem fréttastofa hitti á förnum vegi í dag. En þeir ætla ekki að missa af Eurovision frekar en kosningunum.

Miðað við langa röðina á utankjörfundarstað í Holtagörðum eftir hádegi er mjög mikil kjörsókn eða þá að margir eru að fara út úr bænum eða uppteknir. 

Hægt er að sjá heyra hvað kjósendur höfðu að segja í dag, í spilaranum hér að ofan.

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Ólöf Rún Erlendsdóttir