Finnar búa sig undir tölvuárásir frá Rússum

13.05.2022 - 10:24
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Finnar hafa verið beðnir um að undirbúa sig undir holskeflu tölvuárása í kjölfar vegna mögulegrar aðildar Finnlands í Atlandshafsbandalagið. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Sauli Niinistö, forseti landsins, tilkynntu bæði í gær að þau styddu aðild að NATO.

Aukinn viðbúnaður er í landinu vegna þessa, en Finnska samskiptastofnunin Traficom hefur tilkynnt að tölvuárásir frá Rússum séu afar líklegar í landinu.

Sauli Pahlman, yfirmaður tölvuöryggismála hjá Traficom, segir í samtali við YLE að Finnar yrðu afar heppnir ef þeim tækist að sleppa við tölvuárásir í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda að ganga í NATO.

Fyrir fimmtán árum varð Eistland fyrir tölvuárásum sem nær lömuðu stafræna innviði ríkisins í kjölfar þess að stytta af sóvíetskum hermanni var fjarlægð úr miðborg Tallin.

Þá segir Pahlman að Úkraína hafi á síðustu vikum orðið að „tilraunastofu fyrir tölvuárásir,“ en þar hefur slíkum árásum meðal annars verið beint að orkuinnviðum, fjölmiðlum, heilbrigðisstofnunum og vatnsbólum.

Traficom hefur meðal annars ráðlagt Finnum að taka út reiðufé ef bankakerfi landsins skuli lamast vegna mögulegra árása Rússa. Einnig skulu borgarar hafa aðgang að teppum, vasaljósum og batteríknúnum útvörpum, ef rafmagnskerfi Finnlands skyldi verða fyrir áhrifum.