Exile on Main St. 50 ára

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia

Exile on Main St. 50 ára

13.05.2022 - 17:19

Höfundar

Plata Þáttarins er meistaraverkið Exile on Main Sreet með Rolling Stones. Hún kom út 26. Mái 1972 og verður því 50 ára innan skamms. 

Vinur þáttarins sendir pistil og lag að vanda og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. 

Exile on Main St. Er tíunda plata Rolling Stones sem kom út í Bretlandi, en sú tólfta sem kom út í Bandaríkjunum. 

Upptökur fyrir plötuna hófust í Englandi 1969 þegar sveitin var að taka upp plötuna Sticky Fingers og héldu svo áfram um mitt ár 1971 í gamalli villu í suður Frakklandi - Nellcôte, sem hafði t.d. verið aðsetur Gestapo meðan Frakkland var hernumið af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. 

Hljómsveitin flúði til Frakklands í einskonar skatta-útlegð, en skattmann í Englandi hundelti þá og hirti af þeim allt sem hann gat á þessum tíma.  

Þeir komu sér fyrir í þessu stóra húsi sem Keith Richards leigði frá apríl 1971 – október 1973 þó svo hann hafi ekki búið þar nema fram í ágúst ´71. En þá þurfti hann að yfirgefa Frakkland vegna árekstra við yfirvöld í Frakklandi. 

Í dag á Rússi nokkur Nellcôte og hann borgaði fyrir það 100 milljónir Evra árið 2005. Þetta er alvöru höll. 

Hljómsveitin kom sér fyrir í illa loftræstum og rökum kjallaranum í Nellcôte og tók plötuna upp með aðstoð hljóðvers á hjólum – hljóð-bíls, en svo voru upptökurnar kláraðar í Sunset Sound Studios í Los Angeles. 

Auk hljómsveitarinnar spila á plötunni lykil-aðstoðarmenn einsog píanóleikarinn Nicky Hopkins, saxófónleikarinn Bobby Keys, trommarin Jimmy Miller og hornleikarinn Jim Price.  

Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt blanda af blús, rokk, kántrí og gospel og Exile er fyrsta tvöfalda albúm Rolling Stones. 

Platan fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út og náði fyrsta sæti vinæsldalista í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada t.d. 

Rolling Stone setti plötuna í 7. sæti yfir bestu plötur allra tíma árið 2003 og í 14. sæti þegar listinn var uppfærður 2010. 

Das Kapital - Blindsker (óskalag)
Jet Black Joe og Sigga Guðna - Freedom (óskalag)
Eiríkur Hauksson - Gaggó Vest (óskalag)
Aerosmith - Dude looks like a lady
The Rasmus - Jezebel
Patti Smith - People have the power
Rolling Stones - Rocks off (plata þáttarins)
VINUR ÞÁTTARINS
Humble Pie - Sweet peace and time
Þeyr - Tedrukkinn
The Cure - A forest
SÍMATÍMI
Start - Seinna meir (óskalag)
Rainbow - Since you´ve been gone
Dimma - Almyrkvi (óskalag)
Sykurmolarnir - Deus (óskalag)
Sólstafir - Fjara (óskalag)
The Rasmus - In the shadows (óskalag)
Big Country - Where the rose is sown
Rolling Stones - Happy (plata þáttarins)
Thin Lizzy - Little girl in bloom
U2 - I will follow
AC/DC - Problem child
Drýsill - Left - right (óskalag)
Chernobyl Jazz Club - Þungar drunur
Rolling Stones - Tumbling dice (plata þáttarins)
Rolling Stones - Shine a light

Tengdar fréttir

Popptónlist

Aerosmith - Toys in the Attic og Óskar Logi gesta dj

Popptónlist

Scorpions - Rock Believer

Popptónlist

The Damned - Damned Damned Damned

Popptónlist

Metallica - Kill 'Em All