Fyrsta myndin af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautar

12.05.2022 - 16:46
Mynd með færslu
 Mynd: ESO - Aðsend
Stjörnufræðingar birtu í dag fyrstu ljósmyndina af risasvartholinu í miðju vetrarbrautarinnar. Myndin var birt samtímis á blaðamannafundi um allan heim og er talin gefa dýrmætar upplýsingar um eðli risasvarthola sem eru talin leynast í miðju flestra vetrarbrauta.

Rannsóknarsamstarf sem kallast Event Horizon Telescope og samanstendur af vísindamönnum frá öllum heimshornum, tók myndina með neti útvarpssjónauka um alla Jörð.

Í tilkynningu kemur fram að myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Vísindamenn höfðu áður séð stjörnur á sveimi um eitthvað þétt og þungt en ósýnilegt í miðju Vetrarbrautarinnar, sem hafði bent sterklega til þess að um væri að ræða risasvarthol. Myndin sem birt var í dag eru fyrstu beinu sýnilegu sönnunargögnin fyrir því.

This image shows the Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) looking up at the Milky Way as well as the location of Sagittarius A*, the supermassive black hole at our galactic centre. Highlighted in the box is the image of Sagittarius A* taken by the Event Horizon Telescope (EHT) Collaboration. Located in the Atacama Desert in Chile, ALMA is the most sensitive of all the observatories in the EHT array, and ESO is a co-owner of ALMA on behalf of its European Member States.
 Mynd: ESO - Aðsend
Risasvartholið er í um 27 þúsund ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Notaðir voru svokallaðir EHT sjónaukar til að fanga myndina.

Risasvartholið er í um 27 þúsund ljósára fjarlægð frá Jörðinni. Svo órafjarlægt að stærð þess á himninum er svipuð og að sjá kleinuhring á tunglinu. Til þess að það sé hreinlega hægt að taka mynd af því urðu vísindamenn að setja saman svokallaðann EHT sjónauka.

Sá sjónauki samanstendur af átta samtengdum útvarpssjónaukum um allan heim sem saman mynda einn sjónauka á stærð við Jörðina.

Rebekka Líf Ingadóttir