Svíar og Finnar voru á meðal þeirra sem komust áfram í úrslit Eurovision í kvöld. Þar með er ljóst að fjórar Norðurlandaþjóðir keppa um hnossið á laugardaginn: Íslendingar, Finnar, Norðmenn og Svíar. Danir verða hins vegar að pakka saman og halda heim.