Fjórar Norðurlandaþjóðir á úrslitakvöldi Eurovision

12.05.2022 - 22:26
epa09943423 (L-R) Alessandro Cattelan, Laura Pausini and Mika host the Second Semifinal of the 66th annual Eurovision Song Contest (ESC 2022) in Turin, Italy, 12 May 2022. The international song contest has two semifinals on 10 and 12 May, and a grand final on 14 May 2022.  EPA-EFE/Alessandro Di Marco
 Mynd: Eurovision kynnar 2022
Svíar og Finnar voru á meðal þeirra sem komust áfram í úrslit Eurovision í kvöld. Þar með er ljóst að fjórar Norðurlandaþjóðir keppa um hnossið á laugardaginn: Íslendingar, Finnar, Norðmenn og Svíar. Danir verða hins vegar að pakka saman og halda heim.  

Annað undankvöld keppninnar fór fram í Torinó í kvöld þar sem átján þjóðir kepptust um að komast í úrslit.

Auk Svíþjóðar og Finnland komust  Aserb­aísjan, Tékkland, Pólland, Eistland, Ástralía, Rúmenía, Belgía og Serbía áfram í lokakeppnina.

Pétur Magnússon