Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eurovision keppendur þurfa ekki að fara í covid próf

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Eurovision keppendur þurfa ekki að fara í covid próf

11.05.2022 - 21:07

Höfundar

Eurovion keppendur þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, sem barst keppendum fyrr í kvöld.

Þar segir að í ljósi þess hversu fáir hafi greinst í hraðaprófum síðustu daga hafi verið tekin ákvörðun um að leggja niður sýnatöku fyrir keppendur, fjölmiðla og alla þá sem koma að keppninni. 

Frá og með morgundeginum, 12.maí, þurfa aðeins þeir einstaklingar sem eru með covid einkenni að fara í sýnatöku á staðnum til að mega fara inn á keppnina. 

Heilbrigðisyfirvöld í Tórínó hafa brýnt fyrir öllum að gæta að sóttvörnum, halda metra fjarlægð, þvo hendur og bera grímur fyrir vitum sé þess þörf. 

Því er öruggt að Systur koma fram á úrslitakvöldinu á laugardaginn. 

Smit greindist í hóp Daða og gagnamagnsins í fyrra fyrir keppnina sem varð til þess að hópurinn fékk ekki að stíga á svið í aðalkeppninni. Ísland var eina landið sem lenti í því í fyrra en sýnd var upptaka frá dómararennsli í staðinn. Ísland hafnaði engu að síður í fjórða sæti á úrslitakeppninni í Rotterdam í Hollandi. 

Tengdar fréttir

Tónlist

Ísland áfram í Eurovision 2022

Tónlist

Stórkostlegur flutningur Systra í Tórínó

Menningarefni

Íslenski hópurinn neikvæður og Systur fara á svið