Stórkostlegur flutningur Systra í Tórínó

Mynd: EBU / EBU

Stórkostlegur flutningur Systra í Tórínó

10.05.2022 - 20:33

Höfundar

Hinar íslensku Systur komust áfram í úrslit Eurovision. Þær voru númer fjórtán á svið í Tórínó og fluttu lagið Með hækkandi sól eftir Lay Low. Mikil fagnaðarlæti brutustu út að flutningi loknum og Systur fá að endurtaka leikinn á laugardag.

Þetta þýðir að Ísland verður á meðal þeirra landa sem keppa í úrslitum Eurovision á laugardagskvöld.

Á fimmtudag fara fram önnur undanúrslit og þá fáum við að sjá hvaða lönd fylgja Systrum í úrslitin að þessu sinni.

Þetta eru þau lönd sem Evrópa kaus áfram í fyrri undanúrslitum:

Mynd með færslu
 Mynd: EBU

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Tónlist

Eurovision - Fyrri undanúrslit