Mistök við hljóðblöndun höfðu ekki áhrif á dómara

Systur, Sigga, Beta og Elín, á sinni annarri sviðsæfingu í Tórínó á Ítalíu.
 Mynd: EBU

Mistök við hljóðblöndun höfðu ekki áhrif á dómara

10.05.2022 - 00:22

Höfundar

Systur fluttu lag sitt Með hækkandi sól fyrir dómara víða um heim á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld. Hópstjóri íslenska hópsins segir þær hafa staðið sig með mikilli prýði, þrátt fyrir að hljóðblöndun hafi misfarist í atriðinu og þær ekki heyrt í hverri annarri syngja.

Boðin auka æfing á morgun

Mistökin í hljóðblönduninni heyrðust sem betur fer ekki í útsendingu til dómaranna, sem mestu máli skipti þetta kvöld. Hópnum hefur verið boðin auka æfingu vegna þessa, til þess að tryggja að allt gangi að óskum þegar stóra stundin rennur upp í undankeppninni annað kvöld.

Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóra Söngvakeppninnar, sagði í kvöld að hópurinn væri sáttur eftir daginn að þau teldu alla tæknilega örðugleika að baki.

„Kannski ágætt þetta gerðist núna“

„Við höfðum samband strax við tæknimenn EBU, þeir tóku undir þetta með okkur og buðu okkur að hafa sérstaka in-ear æfingu, semsagt á þessum búnaði, um leið og við komum í höllina á morgun og við þáðum það. Það er meira öryggi fyrir systur að heyra þetta í lagi allavega áður en þær stíga stóra sviðið annað kvöld“ sagði Rúnar Freyr.

„Ég hef engar áhyggjur af því að þetta verði í ólagi annað kvöld. Kannski bara ágætt þetta gerðist núna en ekki þá“ sagði Rúnar Freyr.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Talað frá Tórínó: Með hækkandi spennu og Tékki í boxi

Menningarefni

„Þetta verður gæsahúðarmóment“

Menningarefni

Beta auglýsir eftir löngu týndum draumaprins

Menningarefni

Ánægð að koma vænghafi og skammdegisskuggum að