Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 í Kyrrahafi

epa07248828 An officer examines a seismograph at the Anak Krakatau volcano monitoring station in Carita, Banten, Indonesia, 26 December 2018. According to the Indonesian National Board for Disaster Management (BNPB), at least 429 people are dead and 1.459 others have been injured after a tsunami hit the coastal regions of the Sunda Strait.  EPA-EFE/ADI WEDA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð í nótt í Bismarck-hafi um það bil 200 kílómetra norðaustan við strandir Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi. Samkvæmt bráðabirgðamati Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er lítil hætta á að manntjón eða skemmdir hafi orðið af völdum skjálftans.

Ekki hafa heldur verið gefnar út flóðbylgjuviðvaranir á svæðinu. Papúa Nýja-Gínea hvílir á Kyrrahafseldhringnum svokallaða þar sem hátt hlutfall jarðskjálfta og eldgosa í heiminum verður.

Í febrúar 2018 reið jarðskjálfti af stærðinni 7,5 yfir eyríkið Papúa Nýju-Gíneu. Þá fórust 125 manns en skjálftinn kom af stað aurskriðum sem færðu fjölda heimila á kaf.