Eurovision - Fyrri undanúrslit

Eurovision - Fyrri undanúrslit

10.05.2022 - 18:28

Höfundar

Mikið er um dýrðir í Tórínó í kvöld þar sem fyrri undanúrslit Eurovision fara fram klukkan sjö að íslenskum tíma. Sautján atriði stíga á svið og eftir símakosningu kemur í ljós hvaða tíu þjóðir verða á meðal þeirra sem keppa til úrslita á laugardag. Hinar íslensku Systur eru númer fjórtán í röðinni.

Ef eitthvað er að marka veðbanka í ár er von á spennandi keppni og ljóst er að hvert einasta atriði á sér hóp af aðdáendum. Það er því von á hörkukeppni um sætin tíu og við krossum fingur fyrir okkar fólk.

Íslenska atriðið, Með hækkandi sól með þeim Siggu, Betu og Elínu sem kalla sig einfaldlega Systur, er númer fjórtán á svið.

Atriðin munu vera flutt í þessari röð:

Mynd með færslu
 Mynd: EBU

Íslenskum áhorfendum gefst tækifæri til að kjósa að þessu sinni sitt eftirlætislag og munu atkvæðin gilda til helmings á móti atkvæðum dómnefndar. Að keppni lokinni kemur í ljós hvaða tíu lönd leynast í umslögunum og fljúga áfram í úrslitin sem fara fram á laugardag.

Hér er hægt að fylgjast með útsendingunni táknmálstúlkaðri.