Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Vitað að 31 lést í gassprengingunni í Havana

09.05.2022 - 01:30
epa09934818 Rescue work continues at the destroyed Saratoga hotel, in Havana, Cuba, 08 May 2022. The health authorities raised the number of deaths to 30 in the explosion caused by a gas leak. The rescue efforts continue relentlessly amid the rubble of the hotel, more than 48 hours after the explosion that collapsed a section of the seven story building and the facade of the three lower floors which collapsed.  EPA-EFE/Yander Zamora
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Fjöldi látinna er kominn í 31 eftir að gassprenging eyðilagði lúxushótel í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag. Slökkvilið og björgunarmenn leita áfram í rústunum.

Alexis Acosta, borgarstjóri gamla hverfisins í Havana, segir að leit verði fram haldið uns allir þeir sem vitað er að voru í hótelinu hafa fundist. Heilbrigðisráðuneyti Kúbu greinir frá því að 24 liggi á sjúkrahúsi.

Meðal þeirra er eiginmaður spænsk ferðamanns sem fórst á göngu nærri hótelinu. Fjögur börn og þunguð kona eru meðal hinna látnu. Fjórar neðstu hæðir hótelsins eru gerónýtar auk þess sem nokkrar skemmdir urðu á nærliggjandi húsum. Eins hrundi hvolfþak kirkju í nágrenninu. 

Saratoga-hótelið, íburðarmikið fimm stjörnu hótel byggt árið 1880 í nýklassískum stíl, hafði verið lokað um hríð vegna endurbóta.

Ætlunin var að opna það að nýju á þriðjudag. Ráðamenn Evrópusambandsins, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Kanada og Venesúela hafa sent aðstandendum látinna og særðra og Kúbverjum öllum samúðarkveðjur.