Lón - Thankfully Distracted

Mynd: Lón / Thankfully Distracted

Lón - Thankfully Distracted

09.05.2022 - 16:15

Höfundar

Súpergrúppan Lón gefur út fyrstu plötu sína, Thankfully Distracted, á næstu dögum en frumflytur hana í heild sinni á Rás 2 í vikunni. Sveitin er skipuð þeim Valdimari Guðmundssyni söngvara, Ómari Guðjónssyni sem spilar á kassagítar, slagverk og bassa, Ásgeiri Aðalsteinssyni á kassagítar og slagverk en þeim til aðstoðar eru Högna Ómarsdóttir á víólu og Tommy Baldur á trommur.

Valdi, Ásgeir og Ómar fóru að pukrast saman með hljómsveitina Lón fyrir rúmu ári síðan. Þeir hafa ýmislegt brallað í tímans rás í fjölbreyttum verkefnum auk þess að þekkjast úr Keflavík. Með hljómsveitinni Lón vildu þeir spreyta sig á lítillátari hljóðheim sem er meðal annars innblásin af Nick Drake og Iron and Wine.

Þeir unnu fyrst saman fyrir jólatónleika Valdimars árið 2019 og samstarfið gekk strax vel og eitt leiddi af öðru eins og heyrist á plötunni Thankfully Distracted. Stefnan er svo sett á tónleikahald innanlands sem utan á næstunni.

Nafnið Lón sem getur þýtt ýmislegt má rekja til upptökuferlisins en fyrstu lög sveitarinnar tóku þeir upp um sumarnætur við spegilslétt Þingvallavatn. Restin er síðan tekin upp í bílskúr í Garðabæ

Plata vikunnar er Thankfully Distracted sem er eins og fyrr sagði frumflutt á Rás 2, en hún kemur út í næstu dögum út á öðrum miðlum. Platan er flutt í heild sinni eftir 10 fréttir i kvöld með kynningum sveitarinnar á tilurð laganna.