Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Keyrði á sjúkrabíl á Miklubraut

Mynd með færslu
Mynd úr safni Mynd: Björgvin Kolbeinsson - RÚV
Sjúkrabíll lenti í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar skömmu eftir hádegi í dag.

Fólksbíll keyrði inn í hliðina á sjúkrabíl sem var á leiðinni í útkall. Engin meiðsl urðu á fólki.

Þetta staðfestir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.

Að sögn varðstjóra var áreksturinn nokkuð harður. Talsverðar skemmdir urðu á bílunum. Fólksbíllinn var fluttur af vettvangi með kranabíl. Sjúkrabíllinn er ekki útkallshæfur eftir áreksturinn.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV