Sveindís frábær þegar Wolfsburg varð þýskur meistari

epa09903061 Barcelona's Marta Torrejon (R) in action against Wolfsburg's Sveindis Jane Jonsdottir (L) during the UEFA Women Champions League semi final first leg soccer match between FC Barcelona and Wolfsburg held at Camp Nou Stadium, in Barcelona, Spain, 22 April 2022.  EPA-EFE/Alejandro Garcia
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Sveindís frábær þegar Wolfsburg varð þýskur meistari

08.05.2022 - 15:58
Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, lagði upp og skoraði þegar Wolfsburg valtaði yfir Carl Seiss Jena á útivelli og tryggði sér þar með Þýskalandsmeistaratitilinn. Þetta er stórkostlegt afrek hjá Sveindísi sem er lykilmaður í liði Þýskalandsmeistaranna á sínu fyrsta tímabili í einni af sterkustu deildum Evrópu aðeins tvítug að aldri.

Liðin voru fyrir leikinn á sitthvorum enda töflunnar, Wolfsburg á toppnum með 53 stig en Jena á botninum með 5. Þar sem aðeins tvær umferðir voru eftir af þýsku deildinni dugði Wolfsburg sigur í dag til að tryggja sér tiitlinn en með sigri yrði forskot Bayern fjögur stig fyrir lokaumferðina. Og á 8. mínútu kom fyrsta mark leiksins, Sveindís Jane lagði þá upp fyrir Ewu Pajor sem kom Wolfsburg í 1-0. Tveimur mínútum síðar átti markvörður Jena slaka markspyrnu, Sveindís var fljót að átta sig og stakk sér í gegnum vörnina, fékk sendingu inn fyrir og kláraði af miklu öryggi. Eins og við var að búast var Wolfsburg miklu betra liðið og mörkin héldu áfram að hrannast inn og staðan var 5-0 Wolfsburg í vil í hálfleik. Áfram hélt Wolfsburg að valta yfir Jena í seinni hálfleik og bættu þær við 5 mörkum á meðan Jena gerði 1.

Niðurstaðan varð því 10-1 sigur Wolfsburg, sem tryggðu sér með sigrinum Þýskalandsmeistaratitilinn. Leikurinn var í næst síðustu umferð deildarinnar en með sigrinum fer Wolfsburg upp í 56 stig á toppnum en Íslendingalið Bayern Munchen er með 52 stig í öðru sætinu og nær því Wolfsburg ekki úr þessu.