
Rafskútubófar sagðir stela gaskútum í skjóli nætur
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu sjö fangageymslu eftir nóttina. Tilkynnt var um slagsmál víða um miðbæinn og á skemmtistöðum annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og nokkuð var um ölvunarakstur.
Þá var tilkynnt um óðan smáhund í Garðabæ sem hafði ráðist á fólk og önnur dýr. Einnig var tilkynnt um mann sem kastaði upp í leigubíl og neitaði að borga fyrr en farið fyrr en lögregla kom á vettvang.
Lögregla ætlaði einnig að kanna ástand og réttindi ökumanns á Vesturlandsvegi en viðkomandi reyndi að stinga lögreglu af þegar hann fékk merki um að stöðva. Ökumaðurinn ók meðal annars á móti umferð á Vesturlandsvegi en þrír voru í bifreiðinni.
Reyndu þeir svo að hlaupa frá lögreglu en voru allir handteknir stuttu síðar. Voru þeir allir einnig kærðir fyrir vopnalög. Gista þeir nú í fangageymslu lögreglu í þágu rannsóknar máls, segir í dagbók lögreglu.