Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Börn, konur og aldraðir farnir frá Mariupol

07.05.2022 - 19:04
epa09930809 Russian servicemen control the boarding of a bus by the civilian people who were evacuated from Azovstal in Mariupol, Ukraine, 06 May 2022.  According to the Interdepartmental Coordinating Headquarters of the Russian Federation for Humanitarian Response, 50 civilians, including 11 children, were evacuated from a bomb shelter at the Azovstal plant. On 24 February, Russian troops had entered Ukrainian territory in what the Russian president declared a 'special military operation', resulting in fighting and destruction in the country. According to data released by the United Nations High Commission for the Refugees (UNHCR) on 05 May, over 5.7 million refugees have fled Ukraine seeking safety, protection and assistance in neighboring countries.  EPA-EFE/ALESSANDRO GUERRA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Búið er að koma öllum konum, börnum og eldra fólki úr hópi óbreyttra borgara frá Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol. Ráðgjafi forseta Úkraínu telur Rússa leggja allt kapp á að ná verksmiðjunni fyrir sigurdaginn níunda maí, sem táknrænan áfanga til að státa sig af.

Óbreyttir borgarar hafi verið fluttir í nokkrum hópum frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Mariupol undanfarna daga. Rússar hafa setið um verksmiðjuna, sem hefur verið síðasta vígi borgarinnar sem ekki er fallið.

Iryna Vereshuk varaforsætisráðherra landsins tilkynnti í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag að nú hefði tekist að ná öllum konum, börnum og eldra fólki úr verksmiðjunni. Síðast var talið að 200 óbreyttir borgarar væru í verksmiðjunni, auk hermanna. 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV