Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Yfir sex milljarðar evra söfnuðust fyrir Úkraínu

Poland's Prime Minister Mateusz Morawiecki, left, talks to Prime Minister of Sweden, Magdalena Andersson, right, and Prime Minister of Iceland Katrín Jakobsdottir at the High-Level International Donor's Conference for Ukraine at the National Stadium in Warsaw, Poland, Thursday, May 5, 2022. The conference aims to raise funds for Ukraine's growing humanitarian needs. Poland and Sweden want to encourage their partners to jointly respond to the difficult humanitarian situation in Ukraine. (AP Photo/Michal Dyjuk)
Mateusz Morawiecki og Magdalena Andersson, skipuleggjendur fjáröflunarráðstefnunnar, ásamt Katrínu Jakobsdóttur. Mynd: AP
Rúmlega sex milljarðar evra söfnuðust í dag á fjáröflunarráðstefnu til styrktar úkraínsku þjóðinni. Hún var haldin í Varsjá í Póllandi. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði þegar hann greindi frá árangrinum á fundi með fréttamönnum að allt féð rynni til Úkraínu og þjóða sem styðja Úkraínumenn í erfiðleikum þeirra vegna innrásar Rússa í landið.

Pólverjar og Svíar skipulögðu ráðstefnuna ásamt æðstu yfirmönnum framkvæmdastjórnar og leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV