
Pólverjar skulda Evrópusambandinu 160 milljónir evra
Evrópusambandið sakar pólsk stjórnvöld um að grafa undan sjálfstæði dómstóla og breyta almennum lýðræðisreglum. Samkvæmt yfirlýsingu framkvæmdastjórnar sambandsins hafa 69 milljónir evra þegar verið dregnar frá greiðslum til Póllands og 42 bætast við fyrir miðjan maí.
Evrópudómstóllinn úrskurðaði í október að Pólland skyldi greiða milljón evrur í sekt daglega vegna málsins. Krafa Evrópusambandsins er að dómurum í hæstarétti skulið vikið frá störfum og Andrzej Duda, forseti Póllands hefur lagt fram lagafrumvarp þess efnis.
Pólska þingið hefur ekki tekið frumvarpið fyrir en Didier Reynders dómsmálastjóri Evrópusambandsins sér það sem jákvætt skref til umbóta.
Evrópudómstóllinn lagði sömuleiðis 500 þúsund evra dagsektir á pólsk stjórnvöld í september fyrir að vilja ekki loka Turow-brúnkolanámunni. Bæði Tékkar og Þjóðverjar kvörtuðu yfir margvíslegum náttúruspjöllum af hennar völdum.