Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fimm aftökur í Bandaríkjunum það sem af er ári

epa08544230 People gather to protest the resumption of federal executions near the US Penitentiary and execution chamber in Terre Haute, Indiana, USA, 13 July 2020. Three executions, the first in over 17 years, were scheduled for 13 July, 15 July, and 17 July before a judge ordered them put on hold over concerns that a single drug cocktail would cause undue suffering. Daniel Lewis Lee was scheduled to die first by lethal injection for murdering three family member in 1996.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Carman Deck, fangi á dauðadeild í Missouri var tekinn af lífi í gærkvöldi með banvænni lyfjablöndu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær manneskjur fyrir aldarfjórðungi. Það sem af er ári hafa fimm fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.

Mike Parson, ríkisstjóri í Missouri, hafnaði náðunarbeiðni Decks á mánudag en mannréttindahópar höfðu krafist þess að dómnum yfir honum yrði breytt í lífstíðarfangelsi.

Hæstiréttur hafnaði samdægurs samhljóma beiðni lögmanna Decks og þar með voru örlög hans ráðin. Deck er fimmti maðurinn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. 

Árið 1996 myrti Deck þau James og Zelmu Long, roskin hjón búsett í úthverfi St. Louis-borgar í Missouri. Hann viðurkenndi brot sitt afdráttarlaust.

Ritstjórn dagblaðsins Kansas City Star beitti sér mjög fyrir því að dómurinn yfir Deck yrði mildaður og greindi frá því að hæstiréttur Missouri hefði hnekkt niðurstöðum fyrstu réttarhaldanna yfir honum.

Ástæðan var sögð slæleg vinnubrögð verjanda Decks sem ekki lögðu næga áherslu á erfiðan uppvöxt hans hjá fósturfjölskyldum, við réttarhöldin. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri einnig niðurstöðum annarra réttarhalda yfir Deck en hann var loks dæmdur til dauða árið 2008.

Dómari við alríkisdómstól sneri þeirri niðurstöðu með þeim rökum að kviðdómarar hefðu ekki séð öll gögn málsins. Dauðadómurinn var loks staðfestur í áfrýjunardómstóli og hæstarétti Missouri fyrir tveimur árum.