Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Björgun úr Azov-stálverksmiðjunni fram haldið á morgun

epaselect epa09917503 A picture taken during a visit to Mariupol organized by the Russian military shows smoke rise after shelling on the territory of the Azovstal metallurgical plant in Mariupol, Ukraine, 29 April 2022. Mariupol is located on the northern coast of the Sea of Azov, it is one of the largest commercial seaports in Ukraine. Almost 500 thousand people previously lived in the city. On 16 April, the Russian Defense Ministry announced that the urban area of Mariupol had been cleared of the Ukrainian military, and their remnants were completely blocked on the territory of the Azovstal metallurgical plant. On 24 February Russian troops had entered Ukrainian territory in what the Russian president declared a 'special military operation', resulting in fighting and destruction in the country, a huge flow of refugees, and multiple sanctions against Russia.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Um það bil eitt hundrað almennir borgarar hafa verið fluttir á brott úr Azov-stálverksmiðjunni í úkraínsku hafnarborginni Mariupol. Rússneskt herlið hefur setið um borgina vikum saman.

Sameinuðu þjóðirnar greindu frá því fyrr í dag að rýming væri hafin og að til stæði að koma fólkinu á brott um öruggar flóttaleiðir. Rauði krossinn tekur einnig þátt í aðgerðum.

Í ávarpi Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í kvöld kom fram að um hundrað konur og börn hefðu komist á brott og að aðgerðum yrði haldið áfram í bítið.

Hvorki Sameinuðu þjóðirnar né Rauði krossinn hafa nefnt hve margir komust frá verksmiðjunni í dag en rússneska varnarmálaráðuneytið segir töluna vera áttatíu manns.

Þúsundir Úkraínumanna liggja í valnum frá því innrás Rússa hófst 24. febrúar og milljónir eru á flótta. Fjöldi fólks hefur hafst langdvölum við í Azov-stálverksmiðjunni en AFP-fréttaveitan hefur eftir rússneskum fjölmiðli að enn sé á sjötta hundrað innlyksa þar.