Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Skjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð

Mynd með færslu
 Mynd: Loftmyndir
Jarðskjálfti í Langjökli mældist 3,4 að stærð um áttaleytið i morgun. Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er ekki óvanalegt að skjálfti af þessari stærð mælist á svæðinu.

Tveir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið, var sá seinni 2,6 að stærð og sá þriðji og minnsti 1,8 að stærð.

Böðvar segir að þrátt fyrir að ekki sé talið óvanalegt að skjálftar mælist á svæðinu sé þó áfram fylgst vel með svæðinu. Einnig verði fylgst með vatnavöxtum í kjölfarið.

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV