Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Neyðarástand vegna morð- og glæpaöldu í Ekvador

epa09915586 Ecuadorian President Guillermo Lasso (R) offers statements to the press along with his Government Cabinet, in Quito, Ecuador, 28 April 2022. The Ecuadorian authorities announced the end of the requirement to wear masks throughout the country, more than two years after this regulation was implemented with the start of the COVID-19 pandemic. 'I am pleased to announce that, as of today, the use of the mask will no longer be mandatory in Ecuador,' said President Lasso.  EPA-EFE/Jose Jacome
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Guillermo Lasso, forseti Ekvadors, tilkynnti í gær að hann hefði lýst yfir neyðarástandi til tveggja mánaða í þeim þremur héruðum landsins þar sem eiturlyfjatengdir ofbeldisglæpir eru tíðastir. „Ég hef lýst yfir neyðarástandi í strandhéruðunum Gvæjas, Manabi og Esmeraldas, sem tekur gildi á miðnætti,“ sagði forsetinn í beinni útsendingu í ríkisfjölmiðlum. Sagðist hann hafa gefið fyrirmæli um að senda 4.000 lögreglumenn og 5.000 hermenn til héraðanna þriggja.

Samkvæmt neyðarlögunum verður útgöngubann frá klukkan ellefu á kvöldin til fimm á morgnana á ákveðnum svæðum, svo sem í bænum Duran, sem er ekki fjarri höfninni í Gvæjakíl, stærstu hafnarborg landsins. Þar fundust tvö lík fundust hangandi neðan úr göngubrú í febrúar, en slíkar aðfarir eru þekktar meðal eiturlyfjagengja í Mexíkó, segir í frétt AFP.

Eiturlyfjasmygl hefur aukist mjög í Ekvador á síðustu árum, sem aftur hefur leitt til stóraukinnar glæpatíðni og ofbeldis- og morðöldu. 1.255 hafa verið myrt í landinu það sem af er ári í blóðugu stríði glæpagengja og um 350 fangar hafa fallið í grimmdarlegum hjaðningarvígum hinna stríðandi gengja innan fangelsismúranna frá því í febrúar á síðasta ári.