Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Blóðug átök á Vesturbakkanum

epa09916776 Palestinians protest during the last Friday prayers of the Muslim holy month of Ramadan at the Dome of the Rock at the al-Aqsa Mosque in Jerusalem, 29 April 2022. Muslims around the world celebrate the holy month of Ramadan by praying during the night time and abstaining from eating, drinking, and sexual acts daily between sunrise and sunset. Ramadan is the ninth month in the Islamic calendar and it is believed that the Koran's first verse was revealed during its last 10 nights.  EPA-EFE/ALAA BADARNEH
Palestínumenn mótmæla utan við Al-Aqsa að morgni föstudagsins 29. apríl 2022 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ísrelskir hermenn skutu Palestínumann á þrítugsaldri til bana á Vesturbakkanum á föstudagskvöld. Nokkru áður skutu Palestínumenn öryggisvörð í ísraleskri landtökubyggð á Vesturbakkanum til bana. Hermennirnir skutu Palestínumanninn þegar til átaka kom við heimamenn í palestínska bænum Azzun, þar sem hermennirnir voru á höttunum eftir grunuðum manni. Vörðurinn var skotinn undir kvöld á föstudag, við einn af inngöngum hinnar ólöglegu landtökubyggðar Ariel.

Haft var eftir talsmanni hersins að leit stæði yfir að „hryðjuverkamönnunum“ sem drápu vörðinn en Hamas-samtakökin fögnuðu drápinu sem „hetjudáð“ og talsmaður þeirra sagði sagði það viðbragð við „árásunum á Al-Aqsa“ moskuna í Jerúsalem. Þar kom enn á ný til harðra átaka eftir morgunbænir á föstudag.

AFP hefur eftir palestínska Rauða hálfmánanum að 42 hafi meiðst í átökunum. Þá hefur fréttastofan það eftir sjónarvottum að lögregla hafi skotið gúmmíhúðuðum stálkúlum að mótmælendum.

Nær 300 Palestínumenn hafa meiðst í mótmælum, óeirðum og átökum við Al-Aqsa moskuna á síðustu tveimur vikum.