Björgunarsveit á Suðurlandi var kölluð út í kvöld þegar tilkynning barst frá göngumanni sem lenti í sjálfheldu í fjöllunum suður af Mýrdalsjökli. Hann hafði verið einn á gangi lengi dags í ágætu veðri en kom sér svo í sjálfheldu í brattlendi í grennd við upptök Deildarár, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Björgunarsveitarmenn fundu manninn laust fyrir klukkan hálftíu.