Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Stjórn Twitter samþykkir yfirtökutilboð Musk

25.04.2022 - 20:08
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia
Stjórn Twitter hefur samþykkti í dag yfirtökutilboð frá milljarðamæringnum Elon Musk.

Tilboðið sjálft hljóðar up á 44 milljarða bandaríkjadali. Fyrirtækið hafði upphaflega hafnað tilboðinu en leggur það nú undir hluthafa sem greiða atkvæði um samninginn.

Í tilkynningu Twitter til Kauphallar kemur fram að stjórn Twitter mæli með því að hluthafar samþykki kauptilboðið. Gangi kaupin eftir mun Musk taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði.

„Málfrelsi er grunnurinn að starfandi lýðræðisríki og Twitter er stafræna bæjartorgið þar sem deilt er um málefni sem eru mikilvæg fyrir framtíð mannkyns,“ er haft eftir Musk í tilkynningunni.