Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Árásarmennirnir ekki enn fundnir

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Ráðist var á 17 ára gamlan pilt um klukkan hálf fjögur leitið í nótt. Árásamennirnir voru nokkrir en eru ekki enn fundnir.

Þeir komust undan áður en lögregla mætti á vettvang í nótt. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er málið undir rannsókn, ekki sé ljóst hverjir árásarmennirnir eru né hvort þeir eigi tengingu við brotaþola. Því er verið að rannsaka hvort árásin hafi verið tilviljunarkennd. 

Pilturinn sem ráðist var á var fluttur á bráðadeild Landspítalans með sjúkrabíl en var með meðvitund. Hann hlaut ekki alvarlega áverka en engin vopn voru notuð í árásinni. 

urduro's picture
Urður Örlygsdóttir