Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Matvælaverðshækkun talin geta aukið verulega á fátækt

epa09898051 A handout photo made available by the World Bank Group shows World Bank Group President David Malpass listening to IMF Managing Director Kristalina Georgieva (not pictured) as they take part in the 'The Way Forward: Responding to Global Shocks and Managing Uncertainty' event during the 2022 Spring Meetings of the International Monetary Fund (IMF) and the World Bank Group (WBG) in Washington, DC, USA, 19 April 2022. The International Monetary and Financial Committee (IMFC), Development Committee (DC), and G20 meetings will be held in hybrid format and participants of those restricted meetings may participate in person or virtually.  EPA-EFE/Paul Blake / World Bank Group HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - World Bank Group
David Malpass forseti Alþjóðabankans varar við því að gríðarleg matvælaverðshækkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu geti aukið á fátækt hundraða milljóna manna um allan heim.

Þetta kom fram í samtali breska ríkisútvarpsins við Malpass þar sem hann segir ástandið vera mikla áskorun fyrir ríkisstjórnir víðs vegar um veröldina. Víða blasi hörmuleg ógæfa við fólki.

Hann segir stjórnvöld víða standa ráðalaus enda hafi þau ekkert með ástæður verðhækkananna að gera. Mat Alþjóðabankans er að matvælaverð geti hækkað um allt að 37 af hundraði sem margfaldast þegar kemur að allra fátækasta fólkinu.

Áríðandi sé því að tryggja matvæladreifingu og afhendingu áburðar víðs vegar um heim og beina sjónum helst að þeim sem minnst hafa milli handanna.